1. Home
  2. Docs
  3. Öryggismál
  4. Öryggismál
  5. Ending og áreiðanleiki gagna

Ending og áreiðanleiki gagna


Gagnaver Equinix í Þýskalandi tryggja að gögnin þín séu mjög örugg og næstum ómögulegt sé að tapa þeim. Talað er um 99.999999999% endingargæði, sem stundum er kallað „11 nines“. Þetta þýðir í raun að ef þú geymir milljón hluti þá er möguleikinn á að tapa einum af þessum hlutum næstum enginn. Það er eins og að geyma milljón skrár og hafa aðeins örlitla líkur á að ein þeirra glatist á einhvern hát

  1. Öryggi og tvíverknaður (Redundancy):

Gögnin þín eru afrituð mörgum sinnum innan gagnaversins. Ef eitt eintak af gögnunum skemmist eða tapast, eru alltaf til mörg önnur eintök sem hægt er að nota til að endurheimta þau. Þetta tryggir að gögnin þín séu alltaf tiltæk, jafnvel þótt eitthvað fari úrskeiðis með eitt eintak.

  • Hámarksöryggi:

Equinix rekur háöryggis gagnaver sem eru sérstaklega hönnuð til að geyma gríðarlegt magn af gögnum. Þessi gagnaver eru staðsett á mörgum stöðum víðsvegar um heiminn til að tryggja hámarks öryggi og aðgengi. Gögnum er dreift í mörgum eintökum á mismunandi staði til að hámarka öryggi ef t.d það myndi koma jarðskjalti og eyðileggja eitt gagnaverið.

  • Hröð endurheimt:

Ef þörf er á að endurheimta gögn, geta mörg eintök á mismunandi stöðum flýtt fyrir endurheimtarferlinu þar sem hægt er að sækja gögnin frá næsta tiltæka eintaki.

How can we help?