- Skipting gagna í búta (e.Chunks):
Þegar gögn eru afrituð, skiptir Datatech Backup þeim upp í smærri hluta sem kallast bútar eða „chunks“. Þetta þýðir að í stað þess að senda öll gögnin í einum stórum pakka, eru þau brotin upp í minni einingar, þetta þýðir að aðeins þarf að taka einu sinni „fullt afrit“ (e.full-backup) og í næstu afritun af sömu gögnum eru aðeins teknar breytingar (e.incremental-backup).
- Aftvíföldun (e.Data-Deduplication):
Hver chunk er skoðaður fyrir tvíföldun (duplicate) áður en hann er sendur til geymslu. Ef einhver hluti gagna hefur þegar verið afritaður áður, er hann ekki afritaður aftur. Þetta sparar geymslupláss og flutningstíma.
- Sjálfstæð geymsla búta (e. Independent Storage of Chunks):
Hver bútur (e.chunk) er geymdur sjálfstætt með einstöku auðkenni. Þetta gerir það auðvelt að sækja og endurheimta einstaka hluta gagna án þess að þurfa að lesa öll gögnin aftur.
- Samskeyting við endurheimt (e.Reassembly during Recovery):
Þegar gögn eru endurheimt, sameinar Datatech Backup alla búta aftur til að endurgera upprunalegu skrána. Þetta gerist hratt og örugglega þar sem hvert eintak hefur einstakt auðkenni og lýsigögn til að tryggja rétta endurbyggingu.