Sparar geymslupláss: Með því að forðast tvöföldun (data deduplication) minnkar magn gagna sem þarf að geyma, sem sparar geymslupláss og kostnað.
- Flýtir fyrir öryggisafritun:
Skipting gagna í smærri einingar og að forðast að senda dublíkata flýtir fyrir ferlinu við að taka öryggisafrit.
- Áreiðanleiki:
Ef bilun verður á einhverjum hluta gagna, er aðeins nauðsynlegt að endurheimta þann hluta (chunk) í stað þess að endurheimta öll gögnin. Þetta eykur áreiðanleika og dregur úr áhrifum bilana.
- Hraðari endurheimt:
Hægt er að sækja og endurheimta gögn hraðar þar sem hver chunk er sjálfstæð eining með sínu einstaka auðkenni. Þetta þýðir að aðeins þarf að sækja þá chunk-a sem vantar eða hafa skemmst.
- Sveigjanleiki:
Niðurbútunar aðferð (e.Chunk Method) gerir það auðveldara að vinna með stórar skrár og gögn þar sem hver bútur er sjálfstæður og hægt er að meðhöndla hann óháð öðrum hlutum.
Niðurbútunar aðferð (e.Chunk Method) sem Datatech Backup notar, eykur skilvirkni og hraða við öryggisafritun og endurheimt gagna. Með því að skipta gögnunum upp í smærri hluta, forðast dublíkata og geyma hvern hluta sjálfstætt, tryggir þessi aðferð sparnað á geymsluplássi, hraðari ferla og meiri áreiðanleika fyrir notendur.