1. Home
  2. Docs
  3. Öryggismál
  4. Öryggismál
  5. Dulkóðun frá viðskiptavinshlið (e.Client side encryption)

Dulkóðun frá viðskiptavinshlið (e.Client side encryption)

Dulkóðun frá viðskiptavinshlið (e.client-side encryption) felur í sér að gögnin séu dulkóðuð áður en þau yfirgefa tækið eða kerfið sem þau eru upprunnin frá. Þetta þýðir að gögnin eru dulkóðuð á staðnum, á tölvu eða tæki notandans í gegnum Datatech Backup Client hugbúnaðinn, áður en þau eru send yfir internetið og geymd í skýinu. Aðeins notandinn sem dulkóðar gögnin hefur aðgang að dulkóðunarlyklinum sem er nauðsynlegur til að afkóða gögnin. Þessi aðferð tryggir hámarks öryggi gagna þar sem:

  1. Trúnaður:

Gögnin eru vernduð gegn hlerun og óviðkomandi aðgangi, jafnvel þótt þau séu hleruð á meðan á flutningi stendur.

  • Stjórn á lykli:

Viðskiptavinurinn heldur fulla stjórn á dulkóðunarlyklinum (e.encryption-key), sem þýðir að þjónustuveitendur eða þriðju aðilar geta ekki afkóðað gögnin.

  • Öryggi í geymslu:

Gögnin eru geymd dulkóðuð, sem tryggir að þau séu vernduð gegn gagnaleka eða óviðkomandi aðgangi jafnvel á geymslustaðnum.

How can we help?