Miðlarar (e.servers) okkar eru hýstir á sýndarvélum hjá Amazon AWS í Frankfurt, Þýskalandi. Amazon inc. sem er eitt sterkasta fyrirtæki í heiminum er með starfsemi í yfir 190 löndum, rekur Amazon AWS og það er marg vottað og vinnur eftir eftirfarandi stöðlum: GDPR, HIPAA, SOC 1/2/3, ISO 27001, ISO 22301, ISO 9001, PCI DSS. Amazon tryggir 99.9% uppitíma skv. þeirra SLA.
Gögnin sjálf eru hýst dulkóðuð með AES-256 dulkóðun (sjá nánar hér neðar) á S3 geymslueiningum (S3 Storage Buckets) í hámarks öryggis gagnaveri FR13 Equinix í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem hver einasta skrá er endurrituð margsinnis.
Þú getur einnig valið um að gögnin þín séu hýst á Íslandi, og gögnin þin eru þá geymd í samvinnu við Advania í gagnaveri AtNorth á Akureyri, það getur þó verið örlítið dýrara en fer allt eftir gagnamagni sem fyrirtækið þitt þarf að afrita.
Starfsmenn Datatech, Amazon AWS, eða gagnaveranna Equinix eða AtNorth geta því aldrei séð gögnin þín þar sem þau eru alltaf dulkóðuð og aflæsing og birting þeirra bundin við þinn notanda. Þú hefur getur leyft kerfisstjóra Datatech að sjá nöfn á skrám og möppum ef þú vilt, en það er hægt að velja í stillingum á backup.datatech.is